find us on facebook

hb

WorldClass


banner_12.jpg
 
Verið velkomin á heimasíðu Ægis
Uppskeruhátið fyrir árið 2018 Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Sunnudagur, 13. janúar 2019 21:35

Uppskeruhátíð Sundfélagsins Ægis fyrir árið 2018 verður haldin laugardaginn 19. janúar í Laugalækjarskóla.

Hátíðin hefst kl. 11:00 og henni líkur um kl. 13:00. Hátíðin er fyrir sundmenn félagsins og aðstandendur þeirra, allt frá Bleikjum og upp í Gullhóp.


Dagskráin verður með hefðbundnu sniði:

1. Farið yfir helstu atburði ársins 2018.
2. Aldursflokkaviðurkenningar veittar sundmönnum fyrir árið 2018. ~
3. Viðurkenningar veittar til sundmanna frá þjálfurum.
4. Guðrúnarbikararinn afhentur skv. reglugerð.
5. Ægisskjöldurinn afhentur skv. reglugerð.

 

Ath. Til að hljóta viðurkenningu þarf sundmaður að hafa verið skráður í Sundfélagið Ægi í lok árs 2018.

 

Að venju óskum við eftir stuðningi frá foreldrum til að koma með veitingar á sameiginlegt hlaðborð. Ægir leggur til kaffi og aðra drykki. Við vonumst til að sjá sem flesta sundmenn og velunnara Ægis á hátíðinni.

Stjórnin.

 
Ægir með ungt lið á Reykjavíkurmeistaramóti Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Mánudagur, 14. janúar 2019 08:49

Sundfélagið Ægir var með ungt lið á Reykjavíkurmeistaramótinu í sundi sem fram fór um helgina. Mótið skilaði Ægiringum 7 Reykjavíkurmeistaratitlum og 21 verðlaunum í 2-3 sætI. Ægir var ekki með keppendur í karla- og kvennaflokki. Frábær árangur hjá ungu liði Ægis, sem endaði í 4. sæti stigakeppninnar og gaman að sjá hve margir ungir og efnilegir sundmenn eru að koma upp í gegnum félagið.

Ægir var framkvæmdaraðili mótsins og við þökkum foreldrum, dómurum og tæknifólki sem tóku þátt í þessu með okkur kærlega fyrir aðstoðina á mótinu. Þá þökkum við ÍBR fyrir stuðninginn.

Stjórnin.

 
Reykjavíkurmeistaramóti SRR 2019 lokið Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Mánudagur, 14. janúar 2019 08:43

VERÐLAUN SEM AFHENT VORU Á REYKJAVÍKURMEISTARAMÓTI

SUNDRÁÐS REYKJAVÍKUR 11-12 JANÚAR 2019

 SUNDMENN REYKJAVÍKUR ÁRIÐ 2018

 • Kristinn Þórarinsson, Sunddeild Fjölnis776 stig
 • Inga Elín Cryer, Sunddeild Fjölnis691 stig

SUNDMENN REYKJAVÍKUR Í FLOKKI FATLAÐRA ÁRIÐ 2018

 • Kristján Helgi Jóhannsson, Sunddeild Fjölnis
 • Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR

STIGAHÆSTU SUNDMENN Á REYKJAVÍKURMEISTARAMÓTI SRR 2019

 • Stigahæsti Sveinn (11-12 ára):Tómas Valfells, Sunddeild Ármanns 390 stig
 • Stigahæsta Meyja (11-12 ára):Ziza Alomerovic, Sunddeild Ármanns 1068 stig
 • Stigahæsti Drengur (13-14 ára): Ýmir Chatenau Sölvason, Sunddeild Ármanns 1081 stig
 • Stigahæsta Telpa: (13-14 ára):Marta Magnúsdóttir, KR 1255 stig 
 • Stigahæsti Piltur (15-17 ára):Tómas Magnússon, KR 1520 stig
 • Stigahæsta Telpa (15-17 ára):Halla Margrét Baldursdóttir, KR 1608 stig
 • Stigahæsti Karl (18+ ára):Kristinn Þórarinsson, Sunddeild Fjölnis 2017 stig
 • Stigahæsta Kona (18+ ára):Eygló Ósk Gústafsdóttir, Sunddeild Fjölnis 1866 stig
 • Stigahæsti Karl í flokki fatlaðra: Kristján Helgi Jóhannsson, Sunddeild Fjölnis 967 stig
 • Stigahæsta Kona í flokki fatlaðra: Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR 1931 stig

 STIGAKEPPNI FÉLAGA Á REYKJAVÍKURMEISTARAMÓTI SRR 2019

1.       Sæti:    Sunddeild Ármanns      560 stig                           REYKJAVÍKURMEISTARI FÉLAGA

2.       Sæti:     Sunddeild Fjölnis           537 stig

3.       Sæti:     Sunddeild KR                  467 stig

4.       Sæti:     Sundfélagið Ægir           247 stig

5.       Sæti:     ÍFR                                    161 stig

6.       Sæti:     Ösp                                     32 stig

 
Reykjavíkurmeistaramót 2019 Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Föstudagur, 04. janúar 2019 08:22

Reykjavíkurmeistaramótið 2019 verður haldið í Laugardalslaug dagana 11. - 12. janúar. Mótið er í umsjá Sundfélagsins Ægis að þessu sinni en öll sundfélögin innan Sundráðs Reykjavíkur koma að mótinu. Mótið er stigamót og opið sundmönnum frá 11 ára aldri og opnum flokki fatlaðra. Reglugerð mótsins má sjá hér. Sundmenn Reykjavíkur verða tilkynntir í lok mótsins og jafnframt verður pizzuveisla haldin á efri hæð laugarinnar eftir mótið. Sundfélagið Ægir hvetur foreldra og forráðamenn í félaginu til að taka þátt í undirbúningi mótsins og þegar til þess verður kallað.

Ath. að ekki verða veitt þátttökuverðlaun á mótinu þótt að það sé gefið í skyn í boðsbréfi.

Gögn fyrir mótið:

Allar upplýsingar veitir Ásgeir í Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .

 
Skráningar vorið 2019 Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Föstudagur, 04. janúar 2019 08:08

Opnað hefur verið fyrir skráningar á vorönn 2019. Reykjavíkurborg og sveitarfélög sem styðja íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu hafa oppnað fyrir frístundastyrk fyrir árið 2019. Það er því ekkert að vanbúnaði að skrá sundmenn í hópa sína núna. Upplýsingar um verð og hópa er að finna hér að neðan og á spássíunni hér til hliðar. Skráning fer fram í rafrænu skráningarkerfi félagsins sem einnig er aðgengilegt hér að neðan og hér til hliðar.

Við hvetjum alla foreldra/forráðamenn til að ganga frá skráningu sem fyrst. Óskráðir sundmenn geta ekki tekið þátt í sundmótum á vegum Ægis.

 
 

TYR sundfatnaður og fylgihlutir
Aqua Sport – sundverslun, Bæjarlind 1-3 í Kópavogi er einn af aðalstyrktaraðilum Ægis. Ægiringar fá verulegan afslátt af vörum verslunarinnar. Opið frá kl. 10 – 17. 30 virka daga.
Nánar á Aquastport.is

Heimasiða Aquasport

Heimasíða TYR


  Nýjasta tölublað Swimming World