banner_12.jpg
 
Akranesleikar Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ragga   
Miðvikudagur, 08. júní 2011 22:05

Akranesleikar

Keppt verður í Jaðarsbakkalaug á Akranesi sem er 25 metra útlaug með 5 brautum. Mótið er uppsett með sex keppnishlutum, recipe einn á föstudegi og svo þremur hlutum á laugardegi og tveimur á sunnudegi. Það er að miklu að keppa á þessu móti, það eru verðlaun fyrir 1., 2. og 3. sætið í öllum greinum nema hjá hnokkum og hnátum, en þau fá öll viðurkenningu fyrir þátttöku. Mótið er stigakeppni milli félaga, það er valinn sundmaður mótsins og prúðasta liðið. Við leggjum ríka áherslu á að liðið okkar verði til fyrirmyndar hvar sem það kemur fyrir.

Kostnaður 15.000,- sem á að leggja inn á reikning 0115-26-004203 kt: 420369-4929 og koma með kvittun við brottför eða senda á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Eins og áður þá verður boðið upp á gistingu í Grundaskóla sem er stutt frá lauginni. Allur matur verður einnig framreiddur í Grundaskóla. Innifalið í verðinu er: Gisting í 2 nætur, Morgunmatur - laugardag og sunnudag. Hádegismatur - laugardag og sunnudag. Kvöldmatur - föstudag og laugardag, Rúta fram og tilbaka. Einnig er matur bakka en það er leyfilegt að taka með sér eitthvað milli mála.

Rútan leggur af stað tímanlega kl. 13:30 þannig að allir þurfa að mæta 13:15 við Breiðholtslaug.

Hvað þarf að taka með sér !!!

Svefnpoka/sæng, Dýna/vindsæng, lak og kodda, sundfatnað, 2-3x handklæði, vatnsbrúsa og Ægisgallann.

GÓÐAN Útifatnað þar sem mótið fer fram í útisundlaug (Úlpa (Ægis úlpa), flís, húfa og vettlingar) og því það er búið að snjóa í vikunni :)

Gleðina og keppnisskapið ?

 

Hópurinn verður með símana sína með í för og Kristrún verður með símann 692-9127, Ásbjörg með 695-3022 og Jóhanna Gerða með 696-9964. Fararstjórar eru Sigrún 692-4774 og  Kristinn 848-0802.

Skráningar barnanna er hægt að sjá á heimasíðu ÍA og þar eru allar aðrar upplýsingar svo sem tímasetningar ef þið ætlið að kíkja á krakkana synda. Endilega hafið samband ef einhverjar spurningar vakna.

Kveðja þjálfarar

 
 

WorldClass