banner_13.jpg
 
AMI 2011 er lokið Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Mánudagur, 27. júní 2011 00:41

AMI2011ÍRB er sigraði í stigakeppni félaga eftir æsispennandi keppni í boðsundum. Niðurstaðan var (eitthvað á þessa leið) 1393, sovaldi 5 stig á móti 1364 hjá Ægi. Nú er glæsilegu lokahófi að ljúka og löng helgi búinn. Við þjálfararnir erum mjög stoltir af krökkunum okkar þau börðust hetjulega fram á síðasta sund. Auðvitað er alltaf hægt að gera betur enn við lærum af mistökunum og getum betur næst.

Á lokahófinu fengu sérstaka viðurkenningu:

Ragnheiður Karlsdóttir var stigahæst meyjaflokki og vann allar sínar 8 greinar + 2 boðsund.

Eygló Ósk Gústafsdóttir var stigahæst í Stúlknaflokki 15-16

Birkir Snær Helgason var stigahæstur í Piltaflokki 17-18

Anton Sveinn McKee og Eygló Ósk Gústafsdóttir voru valin efnilegasta sundfólkið á þessu keppnistímabili sem er að ljúka.

Úrslit Dagsins:

Ragnheiður er Aldurslokkameistari í 400m fjórsundi Meyja á 2:43.36 og Rebekka Ýr var önnur á 5:57.13. Rebekka Jaferian var önnur í 400m fjórsundi Telpna á 5:20.27 og Paulina þriðja á 5:21.91. Guðlaug Edda var þriðja í 400m fjórsundi Stúlkna 15-16 á 5:09.85.

Ragnheiður er Aldursflokkameistari í 100m baksundi Meyja á 1:15.53. Paulina var önnur í 100m baksundi Telpna á 1:12.30. Eygló Ósk var Aldursflokkameistari í 100m baksundi 15-16 á 1:02.13. Guðlaug Edda var önnur í 100m baksundi Stúlkna 17-18 ára á 1:07.89.

Allar sveitirnar voru í verðlaunasæti enn tvær voru dæmdar ógildar.

Sveinasveitin (Brynjólfur, Hilmir, Þorgils, Hólmsteinn) var í þriðja sæti á 2:21.99

Drengjasveitin (Marínó, Elvar, Jakob, Baldur) er Aldurlfokkameistari á 1:59.93

Telpnasveitin (Rebekka J.,Paulina, Ragnheiður, Lilja) var í öðru sæti á 2:02.73

Piltasveitin 15-16 (Ægir, Begþór, Þengill, Sveinbjörn) var í þriðja sæti á 1:48.91

Stúlknasveitin 15-16 (Eygló, Rebekka, Agla, Íris) var í öðru sæti á 1:54.87

Stúlknasveitin 17-18 (Karen, Eygló, Jóna, Guðlaug) var Aldursflokkameistari á 1:50.70.

Að lokun viljum við þakka öllum fyrir helgina og þá sérstaklega þeim foreldrum sem gáfu sér tíma til að vera með okkur hér á Akureyri hvort heldur sem fararsjórar, dómarar, tæknimenn, eða áhrofendur.

Enn fyrst og fremst þökkum við þessum duglegu krökkum sem eru búin að var leggja alla þessa vinnu á sig í allan vetur til að komast í gegnum langt og strangt prógram eins AMÍ. Við erum mjög stollt af ykkur öllum.

Góðar Stundir.

 
 

Á döfinni:

WorldClass