banner_13.jpg
 
Íslandsmeistaramótið (ÍM50) hefst á morgun Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Fimmtudagur, 21. apríl 2016 21:19

Íslandsmeistaramótið í 50 metra laug hefst á morgun í Laugardalslaug. Fjölmargir Ægiringar keppa á mótinu. Þar má helst nefna Eygló Ósk Gústafsdóttur og Anton Svein McKee sem kemur sérstaklega til landsins til að taka þátt í mótinu. Þau Eygló og Anton eru þegar komin með lágmörk til keppni á Ólympíuleikunum en þær Inga Elín Cryer og Jóhanna Gerða Gústafsdóttir munu freista gæfunnar á þessu móti til að ná lágmörkum. Nánari upplýsingar um mótið er að finna á síðu Sundsambands Íslands.

 
 

WorldClass