banner_7.jpg
 
Allar æfingar falla niður um óákveðinn tíma Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Föstudagur, 20. mars 2020 20:28

ÍSÍ hefur nú gefið út þau tilmæli að allar skipulagðar æfingar íþróttafélaga skuli falla niður um óákveðinn tíma. Jafnframt hefur ÍBR gefið út að allar æfingar í mannvirkjum borgarinnar skuli falla niður. Þetta hefur þegar tekið gildi. Það verða því engar æfingar hjá Sundfélaginu Ægi á morgun og um óákveðinn tíma. Við hvetjum þjálfara félagsins til að búa til skemmtilegar og gagnlegar heimaæfingar fyrir sundmenn og senda út á Sportabler á meðan þessu stendur. Þá viljum við benda á að á meðan sundlaugar eru opnar almenningi að þá geta sundmenn farið og synt á eigin vegum og verða þá að fara eftir þeim reglum sem settar hafa verið, eins og að viðhalda 2m fjarlægð frá hver öðrum. 

Evrópska sundsambandið (LEN) hefur frestað Evrópumeistaramótinu sem halda átti í maí fram í ágúst. Sundsambandið mun funda í næstu viku og ræða ma. um frekari frestun Íslandsmeistaramóts.

Meiri upplýsingar má finna á heimasíðu Sundsambandsins.

 
 

WorldClass