banner_12.jpg
 
Niðurstöður aðalfundar 2020 Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Fimmtudagur, 14. maí 2020 22:06

Aðalfundur Sundfélagsins Ægis var haldinn 12. maí síðastliðinn. 

Eftirfarandi breytingar urðu á stjórn félagsins: Ólafur Örn Ólafsson lauk 4 ára stjórnarsetu og tók Guðni Einarsson sæti hans til tveggja ára. Sundfélagið Ægir þakkar Ólafi fyrir frábært starf sem gjaldkeri félagsins. Þá gaf Helgi Þór Þórsson kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu til tveggja ára.

Eftirtaldir stjórnarmenn sitja áfram til eins árs: Ásgeir Ásgeirsson formaður, Júlía Þorvaldsdóttir og Hildur Björk Kristjánsdóttir.

Ný stjórn mun skipta með sér verkum á fyrsta fundi og kjósa fulltrúa í Sundráð Reykjavíkur.

Engar lagabreytingar lágu fyrir fundinum.

Þá fól fundurinn nýrri stjórn að endurskoða lög félagsins í heild sinni auk annarra verkefna.

 

 
 

Á döfinni:

WorldClass