Ægir er Reykjavíkurmeistari 2022 |
|
|
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson
|
Sunnudagur, 01. maí 2022 10:35 |
Sundfélagið Ægir varð í gær Reykjavíkurmeistari 2022.

Þá urðu Ægirringarnir Sunna Arnfinnsdóttir og Birgir Hrafn Kjartansson stigahæstu sundmenn mótsins í sínum aldursflokkum.
Mótið sem venjulega er haldið í janúar ár hvert var haldið seinna í ár vegna COVID faraldursins. COVID kom þó við sögu á mótinu en nokkrir sundmenn gátu ekki tekið þátt eftir að hafa greinst með sjúkdóminn. Þrátt fyrir að nokkrir sundmenn félagsins í aldursflokkum gætu ekki tekið þátt allt mótið vegna æfingarhelgar Framtíðarhóps Sundsambandsins þá náði félagið að verja titil sinn frá í fyrra, en Ægir varð einnig Reykjavíkurmeistari árið 2021.
Þetta er sérstaklega ánægjulegur árangur þar sem félagið fagnar 95 ára afmæli sínu í dag. Við minnum af því tilefni á afmæliskaffið á annarri hæð Laugardagslaugar í tilefni dagsins. Allir sundmenn, núverandi og fyrrverandi og velunnarar félagsins eru velkomnir.
Við óskum sundmönnum og þjálfurum til hamingju með þennan glæsilega árangur á stórafmælisárinu!
Stjórnin.
|