banner_1.jpg
 
Reykjavíkurmeistaramót 2024 Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ingigerður   
Sunnudagur, 14. janúar 2024 11:10

Stigahæstu rvk

Reykjavíkurneistaramót SRR fór fram um helgina í Laugardalslaug.

Það er óhætt að segja að árið byrjar vel hjá okkur en á mótinu unnum við 69 Reykjavíkurmeistaratitla, áttum fimm af stigahæsta sundfólkinu og sundmaður Reykjavíkur árið 2023 er Stefán Ingi Ólafsson. Á myndinni má sjá alla stigahæstu sundmenn mótsins.

Að auki unnum við 55 silfurverðlaun og 31 bronsverðlaun sem gera 155 verðlaun í heildina! Þvílíkur dugnaður í okkar fólki!

Reykjavíkurmeistaramótið er stigamót milli liðanna í Reykjavík og var Ægir í harðri baráttu við Ármann um titilinn en þeir höfðu betur að lokum.

Frábært mót og meiriháttar stemning í hópnum. Framtíðin er sannarlega björt hjá okkur í Sundfélaginu Ægi.

 
 

Á döfinni:

WorldClass