Uppskeruhátíð Sundfélagsins Ægis fyrir árið 2023 |
|
|
Skrifað af: Ingigerður
|
Sunnudagur, 18. febrúar 2024 20:06 |
Uppskeruhátíð Sundfélagsins Ægis fyrir árið 2023 verður haldin laugardaginn 24. febrúar nk. í sal hjá Wurth á Íslandi, Norðlingabraut 8.
Hátíðin hefst kl. 12:30 og henni lýkur um kl. 14:00. Þar veitum við verðlaun fyrir góðan árangur ársins 2023 og eigum góða stund saman. Eins og áður verður þetta Pálínuboð, það koma allir með eitthvað með sér á hlaðborð og Sundfélagið sér um drykki með.
Við hvetjum alla Ægiringa að mæta og taka þátt í þessu með okkur.
Dagskráin verður með hefðbundnu sniði:
- Farið yfir helstu atburði ársins 2023.
- Aldursflokkaviðurkenningar veittar sundmönnum fyrir árið 2023.
- Viðurkenningar fyrir ástundun verða veittar til sundmanna af þjálfurum.
- Guðrúnarbikararinn afhentur.
- Ægisskjöldurinn afhentur.
Til að hljóta viðurkenningu þarf sundmaður að hafa verið skráður í Sundfélagið Ægi í lok árs 2023.
Stjórn og þjálfarar.
|