banner_7.jpg
 
Uppskeruhátíð Sundfélagsins Ægis fyrir árið 2023 Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ingigerður   
Sunnudagur, 18. febrúar 2024 20:06

Uppskeruhátíð Sundfélagsins Ægis fyrir árið 2023 verður haldin laugardaginn 24. febrúar nk. í sal hjá Wurth á Íslandi, Norðlingabraut 8.

Hátíðin hefst kl. 12:30 og henni lýkur um kl. 14:00. Þar veitum við verðlaun fyrir góðan árangur ársins 2023 og eigum góða stund saman. Eins og áður verður þetta Pálínuboð, það koma allir með eitthvað með sér á hlaðborð og Sundfélagið sér um drykki með.

Við hvetjum alla Ægiringa að mæta og taka þátt í þessu með okkur.


Dagskráin verður með hefðbundnu sniði:

  1. Farið yfir helstu atburði ársins 2023.
  2. Aldursflokkaviðurkenningar veittar sundmönnum fyrir árið 2023.
  3. Viðurkenningar fyrir ástundun verða veittar til sundmanna af þjálfurum.
  4. Guðrúnarbikararinn afhentur.
  5. Ægisskjöldurinn afhentur.

Til að hljóta viðurkenningu þarf sundmaður að hafa verið skráður í Sundfélagið Ægi í lok árs 2023.

Stjórn og þjálfarar.

 
 

Á döfinni:

WorldClass