Reykjavík í öðru sæti á Aldursflokkameistara mótinu í sundi |
|
|
Skrifað af: Ingigerður
|
Fimmtudagur, 04. júlí 2024 19:07 |
Tímabilinu er nú lokið og endaði á frábæru móti AMÍ í Reykjanesbæ.
Reykjavíkurliðin Ægir, KR, Fjölnir og Ármann sendu sameiginlegt lið undir merkjum Reykjavíkur. Samvinnan í Reykjavík á AMÍ 2024, skilaði sér í öðru sæti til okkar fólks. Allt gekk einstaklega vel og okkar sundfólk var okkur öllum til mikils sóma. Í Reykjavíkurliðinu voru 61 einstaklingar sem keppti í 295 einstaklingsgreinum og 28 boðsundum. Mótið var skemmtilegt og sást mikið af bætingum hjá okkar fólki og fullt af verðlaunum komu í hlut okkar sundfólks.
Við tekur nú sumarfrí í öllum hópum og hlökkum við til haustsins til að byrja aftur.
Sundskólinn er að sjálfsögðu í fullu fjöri allan júlímánuð.
|