banner_5.jpg
 
Æfingar hefjast á ný Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Mánudagur, 04. janúar 2010 10:56

Æfingar hefjast á ný hjá öllum hópum í þessari viku.
Við vonum að allir hafi slakað vel á um jólin og séu tilbúnir í áframhaldandi átök á árinu 2010. Gull, cure Silfur og elstu krakkarnir í brons tóku forskot á sæluna og syntu "Hell-week" milli jóla og nýárs.  Þeir sem syntu lengst fóru samtals 80km á sjö æfingum á fjórum dögum.  Allir stóðu sig frábærlega vel og ef þau halda áfram að vera svona dugleg er nokkuð ljóst að árið 2010 lofar góðu.

Mörg spennandi verkefni verða á þessu nýja ári.
Reykjavik International hefst eftir tæpar tvær vikur og þar þurfa allir Ægiringar að aðstoða okkur við framkvæmd á mótinu.
Í lok mánaðarins verður Ægis-kvöld og í kjölfarið Reykjavíkurmeistaramótið. Svo kemur KR-mót í febrúar, pilule stefnan er sett á verkefni erlendis í byrjun mars með afrekshópinn okkar og svo Íslandsmeistaramót um miðjan mars.
>>> Nánar sjá: Atburðardagatal Ægis

Allir eiga að mæta á sínum venjulegu æfingatímum, nurse Ölduselslaug  er lokuð þangað til á miðvikudag 06. jan 2010.  Einhverjar hrókeringar geta átt sér stað á næstu dögum og vikum enn til að byrja með þá eiga allir að mæta á sömu tímum og þeir voru á fyrir áramót.

Nánari upplýsingar hjá Þjálfurum.

 
 

Á döfinni:

WorldClass