Sundfélagið Ægir
Heimilisfang: Laugardalslaug, Sundlaugarvegi 30, 105 Reykjavík Kt: 420369-4929 Reikn.: 0115-26-008888 Sími: 820-3156 Netfang:
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
Sundfélagið Ægir var stofnað þann 1. maí árið 1927.
Ægir er stærsta og besta félagið í Reykjavík og hefur átt reglulega fulltrúa á Ólympíuleikum og fjöldann allan af sundmönnum í landsliði SSÍ bæði í fullorðinsflokkum og unglingaflokkum.
Auk þess að stunda metnaðarfullt starf fyrir bestu sundmennina þá er unnið með uppbyggjandi skipulag sem hefst í Gullfiskahópum með stigvaxandi kröfum upp í Gullhóp.
ÆGIR er keppnisfélag sem stefnir markvisst að afrekum í sundíþróttum.
ÆGIR er fyrir sundfólk í úrvalsflokki og þá sem vilja ná góðum árangri og vinna skipulega að markmiðum sínum.
Skýr ásetningur, einbeiting og þrautseigja, er sú afstaða sem ÆGIR væntir af hverjum og einum sundmanni.
Þessi viðhorf geta af sér meistara í sundíþróttum og í lífsleikni.
Sjá hér Lög Sundfélagsins Ægis (síðast breytt á aðalfundi 2014)
Vilt ÞÚ ganga til liðs við elsta Sundfélagið í Reykjavík og verða:
Æ - ðislegur, G - læsilegur, I - ðjusamur og R - osalegur ?
Þú getur fræðst nánar um skipulag og uppbyggingu sundhópa hjá Ægi með því að smella á tengilinn Sundhópar hér til vinstri. Einnig eru þar tenglar til þess að nálgast upplýsingar um Stjórn, Þjálfara, Foreldraráð og Dómara félgsins
Síðast uppfært: 29.04.2015.
|