banner_2.jpg
 
Foreldraráð Sundfélagsins Ægis Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

Foreldrastarf er mjög mikilvægur þáttur í starfi Sundfélagsins Ægis. Foreldrar aðstoða við undirbúning og framkvæmd sundmóta, hafa umsjón með fjáröflun í samstarfi við stjórn félagsins og skipuleggja ýmsa félagslega viðburði. Í Sundfélaginu Ægi starfar öflugt foreldraráð sem hefur það að markmiði að styðja sundfólkið og félagið.

 

Í foreldraráði Sundfélagsins Ægis starfa sundárið 2019 - 2020:

-       Laxar
-       Bleikjur
-       Höfrungar
Bylgja Rún Stefánsdóttir   Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.     Brons
Hildur Björk Kristjánsdóttir   Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. Silfur
Inga Birna Sveinsdóttir   Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.   Gull
         
-       Fatanefnd
-       Fatanefnd
-       Áheyrnarfulltrúi
         

 

Í foreldraráði situr minnst einn fulltrúi foreldra úr hverjum æfingahópi. Foreldraráði er ætlað að samræma foreldrastarfið í Sundfélaginu Ægi. Foreldraráð Ægis tilnefnir tvo úr sínum hópi í Fatanefnd Ægis. Önnur verkefni Foreldraráðs eru samhæfing starfa við sundmót, veitingasala og fjáröflun í samráði við þjálfara og stjórn Sundfélagsins Ægis.
Þeir sem hafa áhuga á að starfa í Foreldraráði vinsamlegast hafið samband við okkur í síma: 820-3156 eða með í tölvupósti á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .

 


Úr lögum Sundfélagsins ÆGIS.

10. grein

Foreldraráð skal vera starfandi innan félagsins. Það skal skipað einum fulltrúa foreldra úr hverjum sundhópi félagsins og er skipað í tengslum við aðalfund félagsins.
Markmið foreldraráðsins á að vera :
- að styrkja sundmenn Ægis í öllum hópum til æfinga og keppni.
- að efla samskipti allra hópa og vera leiðandi í samstarfi foreldra innan félagsins.
- að starfa sjálfstætt og í samvinnu við stjórn Sundfélagsins Ægis að fjáröflun fyrir Sundfélagið Ægir.
- að stuðla að nánari kynningu og upplýsingamiðlun til félagsmanna Sundfélagsins Ægis og starfa að ýmsum verkefnum í samvinnu við stjórn þess.
Foreldraráð velur úr sínum hópi tvo einstaklinga til setu í stjórn Fatasjóðs Sf. Ægis. Foreldraráð tilnefnir þrjá einstaklinga í Ferða- og mótanefnd Sf. Ægis. Einnig velur ráðið úr sínum hópi áheyrnarfulltrúa til setu á stjórnarfundum félagsins.


Síðast uppfært 22.4.2019.

 
 

Á döfinni:

WorldClass