banner_8.jpg
 
1. hluti EMU, Piltamet og undanúrslit Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Miðvikudagur, 14. júlí 2010 12:03

AMI_10_001Eygló Ósk Gústafsdóttir synti 200m baksund á tímanum 2:19.86 og hafnaði í 18 sæti og tryggði sig inn í undarúrslit.  20 bestu komast í undanúrslit en aðeins mega synda tveir frá hverri þjóð í úrslitum og því mun hún synda í undanúrslitum í kvöld.

Anton Sveinn McKee synti 400m skriðsund á tímanum 4:07.65 og hafnaði í 32 sæti af 42 keppendum og bætti sinn besta tíma um rúma sek.  Til þess að komast í úrslit þurfti að synd undir 4 mín.Anton Sveinn jafnaði Piltamet Arnars Arnarssonar.

Hrafn Traustason synti 200m bringu á 2.22.76 og  Orri Freyr synti 50 flug 26.33 og voru þeir báðir að bæta sína bestu tíma. Gunnar Ólafsson synti einni 50 metra flugsund á  tímanum 27.70 og var við sinn besta tíma. Góð byrjun á mótinu.

Til hamingju.

 
 

Á döfinni:

WorldClass