banner_4.jpg
 
IM 25 Sunnudagur Undanrásir Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Sunnudagur, 14. nóvember 2010 14:42

Jæja þá eru síðustu undanrásirnar búnar og nú hafa flest allir náð þeim áfanga að bæta sig í e-h grein.  Dagurinn hófst á 50m skriðsundi þar sem Karen Sif varð þriðja inn í úrslit, cure Jóna Björk í 10.sæti (fyrsta skipti undir 29) og Steinunn í nr. 11.  Hjá körlunum voru Styrmir Már og Eiríkur Grímar næstir því að komast í úrslit í 12 og 13. Sæti á 25.6.

Í 200m fjórsundi komust Jóhanna Gerða og Maríanna áfram, Paulina er svo annar varamaður í 10.sæti. Anton Sveinn var fyrstu inn í úrslit hjá körlunum og Sigurður Örn í fimmti og Sveinbjörn áttundi.

Í 50m bringu varð Karen Sif önnur í úrslit á flottum tíma 34,19 og Íris Emma sjöunda.  Í karlaflokki er Jakob Jóhann öruggur inni, synti bara mjög létt og yfirvegað sund.

Í 400m skriðsundi varð Eygló Ósk fyrst inn í úrslit, Karen Sif þriðja, Rebekka sjötta, Jóna Björk áttunda og Maríanna fyrsti varamaður.   Hjá körlunum varð Birkir Snær fyrstu inn, Sigurður Örn þriðji, Anton Sveinn sjötti.

Í 100m flugsund var Paulina næst því að ná inn í úrslit í 11.sæti á á 1:11.1. Sveinbjörn Pálmi var svo 8 inn í úrslit í karalaflokki og Eiríkur Grímar er fyrsti varamaður.

Í 200m baksundi voru það baksunds-systurnar Eygló Ósk og Jóhanna Gerða sem komust inn, enn flesta allar stúlkurnar voru að bæta sig í þessari grein en komust ekki áfram í úrslit.

Í Boðsundi eigum við svo tvær kvennasveitir og eina karlasveit.  Enn B-sveitin varð í 9.sæti rétt eftir A-sveit ÍRB

>>> Úrslit frá IM-25

 
 

Á döfinni:

WorldClass