banner_2.jpg
 
Fréttir og Tikynningar :: H20 m. klór
Vorönn 2020 að hefjast Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Föstudagur, 03. janúar 2020 21:53

Kæru sundmenn í Ægi og aðstandendur. Í næstu viku 6. - 10. janúar hefja Bleikjuhópar, Höfrungahópar og Laxahópar sundþjálfun skv. stundatöflu. Gullfiskanámskeiðin hefjsta síðan í vikunni þar á eftir eða þann 14. janúar. Þær breytingar hafa orðið á Bleikjuhópum að þeir byrja núna 20 mínútum seinna en á haustönn. Þjálfari í Bleikjuhópum verður Símon Geir Þorsteinsson en hann heldur einnig utan um Gullfiskanámskeiðin.

Enn er ekki hægt að skrá í hópa en opnað verður fyrir skráningar á mánudaginn 6. janúar. þá verður Reykjavíkurborg búin að opna fyrir notkun á frístundastyrk 2020. Hægt er nú þegar að skrá í Gullfskanámskeiðin ef ekki er þörf á því að nýta frístundastyrk. Bent er á að hægt er að skipta greiðslum í skráningarkerfinu. Frístundastyrkur nemur kr. 50 þús. og er fyrir börn á aldrinum 6 - 18 ára. Hann nýtist því ekki þeim börnum sem eru á aldrinum 4 - 5 ára í Gullfiskahópum.

Við bendum ykkur á að fylgjast með upplýsingum hér á síðunni og á facebook síðum hópanna varðandi skráningar.

Stjórn og þjálfarar.

 
Ægir leitar að þjálfara Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Miðvikudagur, 11. desember 2019 14:12

Ægir leitar að þjálfara til að þjálfa Bleikjuhópa félagsins frá áramótum. Æfingatímar eru á mánudögum og miðvikudögum skv. æfingatöflu á frá 16:00 - 18:15 í innilaug Breiðholtslaugar. Bleikjur eru á aldrinum c.a. 6 - 10 ára, hafa kynnst því að vera í vatni, kafa og taka fyrstu sundtök t.d. í Gullfiskahópum Ægis og þurfa nú læra grunnatriðin í t.d. skrið- og baksundi. Bleikjur sem hafa náð tökum á sundgrein geta tekið þátt í C-mótum á vegum Sundráðs Reykjavíkur.

Áhugasamir hafi samband við Guðmund Svein Hafþórsson, yfirþjálfara félagsins á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða í síma 770-4107.

 
Jólamót Ægis 2019 Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Sunnudagur, 01. desember 2019 21:39

Jólamót Ægisverður haldið LAUGARDAGINN 14. DESEMBER í Laugardalslaug. Mótið er fyrir þátttakendur allt frá Bleikjum og upp í Garpa. Dagskrá mótsins er sem hér segir:

  • Upphitun hefst kl. 08:30
  • Mót hefst kl. 9:00:
    • 25 metra baksund, 8 ára og yngri
    • 50 metra baksund, opinn flokkur
    • 100 metra baksund, opinn flokkurjólasveinn
    • 25 metra bringusund, 8 ára og yngri
    • 50 metra bringusund, opinn flokkur
    • 100 metra bringusund, opinn flokkur
  • Hlé
    • 25 metra skriðsund, 8 ára og yngri
    • 50 metra skriðsund, opinn flokkur
    • 100 metra skriðsund, opinn flokkur
    • 25 metra flugsund, 8 ára og yngri
    • 50 metra flugsund, opinn flokkur
    • 100 metra flugsund, opinn flokkur
    • 100 metra fjórsund, opinn flokkur
  • Móti lýkur um kl. 12:00.
Rafræn tímataka og dómgæsla verður á mótinu.

Þetta er stórskemmtilegt innanfélagsmót þar sem flestir sundhópar taka þátt og börn í yngstu hópunum fá að taka þátt í sínu fyrsta sundmóti. Þátttakendur verða úr Bleikjum, Löxum, Höfrungum, Brons, Silfur og Gull hópum. Foreldarar taka þátt í mótshaldinu með því að hjálpa til við tímatöku. 

Þjálfarar ræða við sundmenn um þátttöku og greinar og senda skilaboð til foreldra. 
Stjórnin.
 
Skráning hafin á næstu Gullfiskanámskeið Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Mánudagur, 25. nóvember 2019 22:22

 


Skráning er hafin á næstu             

Gullfiskanámskeið

sem haldin verða frá

14. janúar - 2. apríl 2020. 

Tengd mynd

 

Kennt er á þriðjudögum og fimmtudögum í innilaug Breiðholtslaugar í 30 mínútur í senn í 12 vikur. Námskeiðin eru fyrir börn frá 4ra ára og eldri sem eru byrjendur í sundi. Á námskeiðunum fá börnin mikilvægan grunn sem nýtist sérstaklega vel fyrir skólasund og til áframhaldandi sundþjálfunar í Bleikju- og Laxahópum Ægis. Nánari upplýsingar um námskeiðin má finna hér í æfingartöflu félagsins. Verðið er kr. 23.900,- fyrir 12 vikur og fá systkini 10% afslátt. Skrá má börnin á skráningarvef félagsins hér. Ath. að frístundastyrkur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2020 verður ekki aðgengilegur fyrr en eftir áramót og er hann einungis nothæfur börnum frá 6 ára aldri. Takmarkaðaður fjöldi er í hvern hóp og því borgar sig að skrá snemma :) 

 

Stjórnin og þjálfarar.


 
Á döfinni hjá Ægi Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Sunnudagur, 17. nóvember 2019 15:40

Ægir tekur þátt í Fjölnismótinu um næstu helgi en mótið er fyrir sundmenn 14 ára og yngri. Jólamót Ægis verður haldið 14. desember f.h. og verður auglýst nánar síðar. Ægir mun halda Reykjavíkurmeistaramótið sem verður haldið 10-11 janúar nk. Þá er Ægir samstarfsaðili SSÍ um sundmót RIG 2020 leikanna sem haldið verður dagana 24-26. janúar. Vegna anna í janúar verður uppskeruhátið Ægis sem gjarnan er í byrjun hvers árs haldin laugardaginn 4. febrúar 2020.

Stjórnin.

 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Síða 6 af 131
 

WorldClass