Fréttir og Tikynningar :: H20 m. klór
Allar æfingar falla niður þar annað verður ákveðið |
|
|
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson
|
Fimmtudagur, 08. október 2020 18:37 |
Allar æfingar hjá Sundfélaginu Ægi falla niður þar til annað verður ákveðið. Þar með er félagið að verða við tilmælum ÍSÍ, SSÍ og sóttvarnaryfirvalda vegna COVID faraldursins. Félagið hvetur sundmenn til að hreyfa sig og stunda heimaæfingar og munu þjálfarar leitast við að halda úti æfingaáætlun og halda sambandi við sundmenn. Gangi ykkur vel!
Stjórn og þjálfarar. |
|
Allar æfingar falla einnig niður á morgun, fimmtudag |
|
|
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson
|
Miðvikudagur, 07. október 2020 19:26 |
Sundlaugar í Reykjavík verða áfram lokaðar á morgun fimmtudag og engar sundæfingar verða leyfðar. Enn er vonast til að hægt verði að byrja æfingar aftur með vissum skilyrðum og vonandi fáum við upplýsingar um það á morgun.
Stjórnin. |
Nýtt sundár að hefjast |
|
|
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson
|
Sunnudagur, 02. ágúst 2020 19:44 |
Nú er nýtt sundár að hefjast hjá Ægi eftir stutt sumarfrí. Fyrirvari er gerður um opnun sundlauga vegna COVID-19 faraldursins. Því er vert að fylgjast vel með samskiptum á facebook hópum og hér á Ægissíðunni.
Upplýsingar:
Hóparnir hefja æfingar sem hér segir:
- Gull- og Silfur hópar hefja æfingar þann 6. ágúst skv. nánara skipulagi yfirþjálfara, Guðmundar Sveins Hafþórssonar.
- Bronshópur hefur æfingar 13. ágúst í Laugardalslaug skv. æfingaáætlun. Þjálfari er Styrmir Ómarsson.
- Höfrungar og Laxar hefja æfingar 1. september í Breiðholtslaug og Laugardalslaug.
- Bleikjuhópar hefja æfingar 2. september í innilaug Breiðholtslaugar. Þjálfari er Símon Geir Þorsteinsson.
- Gullfiskanámskeið hefjast 8. september og eru í 12 vikur. Leiðbeinendur eru Símon Geir Þorsteinsson og Hjördís Freyja Kjartansdóttir.
Upplýsingar um æfingahópa og skráningar gefur Guðmundur Sveinn Hafþórsson á
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
.
Gjaldskráin er óbreytt frá síðasta ári en 500 kr. gjald bætist við hvort misseri til að standa straum af notkun snjallforritsins SportAbler sem notað er til samskipta á milli sundmanna, aðstandenda og þjálfara. Forritinu má hala niður í Apple og Samsung síma.
Vinsamlegast skráið sundmenn sem fyrst :)
Stjórn og þjálfarar. |
Aðalfundur Sundfélagsins Ægis 2020 |
|
|
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson
|
Mánudagur, 04. maí 2020 22:42 |
Aðalfundur Sundfélagsins Ægis vegna starfsársins 2019 verður haldinn þriðjudaginn 12. maí kl. 18:00 á efri hæð Laugardalslaugar.
Dagskrá aðalfundar er sem hér segir: 1. Setning 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 3. Skýrsla stjórnar um liðið starfsár. 4. Reikningar félagsins lagðir fram. 5. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga. Reikningar bornir upp. 6. Lagabreytingar (tillögur berist minnst viku fyrir aðalfund) 7. Ákvörðun um árgjald 8. Kosningar: a) Kosning formanns til tveggja ára (sitjandi formaður á eftir eitt ár af starfstíma sínum). b) Kosning stjórnarmanna í laus stjórnarsæti til tveggja ára (kosið verður um eitt laust stjórnarsæti) c) Kosning endurskoðanda og eins til vara d) Kosning eins fulltrúa til tveggja ára í SRR 9. Staðfesting á tilnefningum í foreldraráð. 10. Önnur mál.
Á fundinum verður kosið um tvö laus stjórnarsæti. Framboð til stjórnar skal tilkynna fyrir fundinn á
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
, eða með því að gefa sig fram undir viðkomandi lið á fundinum.
Lög og markmið Ægis má finna á heimasíðu félagsins. Tillögur um breytingar á lögum skulu berast formanni á
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
, minnst þremur dögum fyrir fundinn.
Auk sundþjálfunar byggir starfsemi Ægis alfarið á vinnuframlagi foreldra og velunnara þess. Þar með talið eru stjórnarstörf, tæknistörf, dómgæsla og vinna í foreldraráði.
- Vinna í foreldraráði felur m.a. í sér fararstjórn í æfingaferðum, umsjá fatamála og fjáröflunar og að halda utan um félagsstarf sundhópa. Leitað er að tveimur einstaklingum fyrir hvern sundhóp félagsins til að taka að sér störf í foreldraráði.
- Árlega eru auglýst dómaranámskeið sem gefa réttindi til dómgæslu á sundmótum. Foreldrar eru hvattir til að sækja þau og í framhaldinu að dæma fyrir félagið.
Foreldrar og aðrir sem vilja upplýsingar um eða gefa kost á sér í fyrrgreind störf vinsamlegast sendið tölvupóst á
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
.
Allir velunnarar Ægis eru velkomnir á aðalfundinn. Allir félagsmenn í Sundfélaginu Ægi hafa atkvæðisrétt á aðalfundi. Félagsmenn teljast þeir sem greitt hafa árgjald eða æfingagjöld til félagsins eða forsvarsmenn sundmanna sem greitt hafa æfingagjöld til félagsins.
Stjórnin. |
Ægir hefur æfingar á ný 4. maí |
|
|
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson
|
Laugardagur, 25. apríl 2020 17:52 |
Nú þegar sér fyrir endan á samkomubanni þá keyrum við æfingar í gang aftur hjá Sundfélaginu Ægi, en þó með ákveðnum fyrirvörum sem nefndir eru neðar:
- Gullfiskanámskeið byrja aftur þriðjudaginn 5. maí. Námskeiðunum átti að ljúka þann 3. apríl og hafa Gullfiskar því misst af þremur vikum. Við bjóðum Gullfiskunum okkar að klára námskeiðið frá 5. til 20. maí. Það ríkir aðeins óvissa um hvaða þjónustu yngstu börnin fá í búningsklefum en foreldrum er óheimilt að fara með börnum inn í búningsklefa í núvernandi samkomubanni. Verið er að vinna að lausn á þessu.
- Bleikjur hefja æfingar aftur þann 4. maí. Bleikjur hafa misst 6 vikur af æfingum og því bjóðum við Bleikjunum að bæta 4 vikum við æfingaáætlunina og æfa út júní.
- Laxar og Höfrungar hefja aftur æfingar þann 4. maí. Þessir hópar hafa líka misst 6 vikur af æfingum og bjóðum við þeim að bæta við 4 vikum við áætlunina og æfa út júní.
- Brons og Silfurhópar munu hefja æfingar þann 4. maí skv. áætlun. Nú er gert ráð fyrir að þessir hópar æfi út júlí mánuð.
- Sundmenn í Gullhópi sem eru 17 ára og eldri þurfa að æfa á öðrum tíma en þeir sem yngri eru. Verið er að skoða fyrirkomulagið á því en ein hugmyndin er að þeir æfi á tímanum 15:00 – 16:30 í útilauginni í Laugardal amk á meðan núverandi skilyrði samkomubanns eru í gildi (þ.e. út maí). Þjálfari verður í sambandi við sundmenn vegna þessa.
- Sumarsundskóli Ægis. Við gerum ráð fyrir að Sumarsundskóli Ægis geti hafist þann 8. júní. Auglýsing vegna þessa verður birt fljótlega.
FYRIRVARAR OG FREKARI UPPLÝSINGAR:
Til þess að þessi áætlun gangi eftir þá þarf að bíða eftir staðfestingu frá ÍTR um opnun sundlauga í Reykjavík. Fundað verður með ÍTR í næstu viku og staðfesting mun birtast hér á heimasíðu Ægis.
SSÍ stefnir að því að Aldursflokkameistaramótið verði haldi um miðjan júlí og að ÍM50 verði haldið í lok júlí. Þetta er óstaðfest og bíða þarf frekari upplýsinga um afléttingu samkomubanns til að hægt sé að staðfesta þetta.
Upplýsingar um framhaldið verða settar hér á síðuna um leið og þær berast. Vinsamlegast beinið fyrirspurnum til þjálfara á facebook og/eða í gegnum Sportabler.
Stórn og þjálfarar. |
|
|
|
|
Síða 6 af 133 |