banner_4.jpg
 
Fréttir og Tikynningar :: H20 m. klór
Æfingar yngri hópa hefjast í næstu viku Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Miðvikudagur, 28. ágúst 2019 21:13

Sundæfingar yngri hópa hefjast í næstu viku skv. æfingaáætlun (sjá hér til vinstri á síðunni). Nánar hér að neðan:

 

Gullfiskahópar:

Æfingar hefjast í innilaug í Breiðholtslaug þriðjudaginn 3. september. Athugið tímasetningu hvers hóps á æfingaáætluninni. Leiðbeinandi er Símon Geir Þorsteinsson en hann hefur áralanga reynslu af sundkennslu ungra barna. Mikilvægt er að foreldrar fylgi börnum í gegnum klefa og inn í laug og sæki þau í laugina að æfingu lokinni.

Bleikjuhópar:

Æfingar hefjast í innilaug í Breiðholtslaug mánudaginn 2. september. Athugið tímasetningu hvers hóps á æfingaáætluninni. Leiðbeinandi er Lilja Benediktsdóttir sem er fyrrum sundkona úr Ægi og sem hefur þjálfað þennan hóp undanfarin 3 ár.

Laxar 1: Laugardalslaug

Æfingar hefjast í innilaug Laugardalslaugar mánudaginn 2. september kl. 15:30 skv. æfingaáætlun. Þjálfarar eru Emilía Sól Guðmundsdóttir sundkona í Ægi og Guðmundur Sveinn Hafþórsson, yfirþjálfari Ægis en þau skipta þjálfuninni með sér. Höfrungar og Laxar í laugardal hafa sameiginlegan facebook hóp sem aðstandendur geta gerst meðlimir í.

Laxar 2: Breiðholti

Æfingar hefjast í útilaug í Breiðholti mánudaginn 2. september kl. 17:00 skv. æfingaáætlun. Þjálfari er Gunnar Bjarki Jónsson fyrrum sundmaður úr Breiðablik og nýr þjálfari hjá Ægi. Honum til aðstoðar er Guðný Birna Sigurðardóttir sem einnig var sundkona í Breiðablik. Laxar í Breiðholti hafa facebook hóp sem aðstandendur geta gerst meðlimir í.

Höfrungar 1: Laugardalslaug

Æfingar hefjast í innilaug Laugardalslaugar mánudaginn 2. september kl. 15:30 skv. æfingaáætlun. Þjálfarar eru Emilía Sól Guðmundsdóttir sundkona í Ægi og Guðmundur Sveinn Hafþórsson, yfirþjálfari Ægis en þau skipta þjálfuninni með sér. Höfrungar og Laxar í laugardal hafa sameiginlegan facebook hóp sem aðstandendur geta gerst meðlimir í.

Höfrungar 2: Breiðholti

Æfingar hefjast í útilaug í Breiðholti mánudaginn 2. september kl. 18:00 skv. æfingaáætlun. Þjálfari er Gunnar Bjarki Jónsson fyrrum sundmaður úr Breiðablik og nýr þjálfari hjá Ægi. Honum til aðstoðar er Guðný Birna Sigurðardóttir sem einnig var sundkona í Breiðablik. Höfrungar í Breiðholti hafa facebook hóp sem aðstandendur geta gerst meðlimir í.

 

Upplýsingar um netföng þjálfara og símanúmer má finna á æfingaáætluninni

 
Skráning á haustmisseri 2019 Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Mánudagur, 12. ágúst 2019 06:32

Kæru sundmenn og forráðamenn. Nú er skráning í sundhópa hafin fyrir haustmisseri 2019. Eins og áður þá fara skráningar fram í rafrænu skráningarkerfi Sundfélagsins Ægis (Nóra). Hægt er að greiða með greiðslukorti eða skipta greiðslum í allt að 3-5 hluta (eftir hópum) með því að fá senda greiðsluseðla í heimabanka. Hefjið skráningu með því að smella hér eða á krækjuna vinstra megin á síðunni.

Það er afar mikilvægt að skrá sundmenn sem fyrst til að hægt sé að staðfesta æfingtöflu hópanna en fyrstu drög að henni má finna hér eða á síðunni til vinstri. Vakin er athygli á því að æfingataflan getur breyst næstu vikur á meðan allir hópar eru að komast í gang.


Mikilvægt er að fylgjast með fréttum hér á heimasíðu félagsins og frá þjálfurum á facebook síðum hópanna (GullSilfurBrons).

Stjórnin.

 
AMÍ 2019 - upplýsingar Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Mánudagur, 10. júní 2019 11:26

AMÍ 2019

Síðast uppfært 11/6.

Aldursflokkameistaramót Íslands í sundi 2019 (AMÍ) verður haldið í Vatnaveröld í Reykjanesbæ dagana 21-23. júní. Gist verður að þessu sinni í Myllubakkaskóla sem er í um 10 mín göngufæri við sundlaugina. Matur verður einnig framreiddur í Myllubakkaskóla. Lokahóf á sunnudagskvöldið fer fram í Stapanum. Aðrar almennar upplýsingar um mótið má finna hér.

 

Ægir verður með 21 sundmann á mótinu sem náð hafa lágmörkum til keppni og mun hópurinn vera saman allan tímann og gista í Myllubakkaskóla. Eins og staðan er núna er reiknað með að við sameinumst um að koma krökkunum suður eftir á einkabílum á fimmtudeginum 20 júní. Þetta verður staðfest síðar í vikunni. Gummi og Styrmir standa þjálfaravaktina á mótinu.

 

AMÍ er stærsta og skemmtilegasta mót ársins fyrir yngri sundmenn og markar lok sundársins. Keppt er í aldursflokkum frá upp að 17 ára aldri og félög koma allstaðar að af landinu til að taka þátt. 

 

Kostnaður við þátttöku er kr. 25.000,- og skiptist þannig að 23.000,- greiðist til ÍRB fyrir gistingu, mat, lokahóf og AMÍ bol. Við reiknum síðan kr. 2.000,- í bakkamat en nauðsynlegt er að krakkarnir hafi nóg að bíta og brenna á milli greina á bakkanum. Gjaldið verður að greiða fyrir 20. júní og skal leggja upphæðina inn á reikning félagsins: Reikningur: 0115-26-8888, kennitala: 420369-4929 og setja skal nafn sundmanns og AMÍ í skýringu.

 

Við biðlum til foreldra að gefa kost á sér í fararstjórn á mótinu en helginni verður skipt upp í dag- og næturvaktir. Fyrsta vakt er frá fimmtudagskvöldi til föstudagsmorguns og svo koll af kolli til sunnudagskvölds. Mikilvægt er að fá farastjóra af báðum kynjum á hverja vakt.

 

Stofnuð hefur verið facebook síða fyrir samskipti í tengslum við mótið og má finna hana hér. Einnig verður haldið úti fréttum hér á þessari síðu í aðdraganda þess. Hjálpumst að við að gera þetta að skemmtilegri upplifun fyrir þessa frábæru krakka.

 

Stjórn og þjálfarar.


 
Sumarsundskóli Ægis 2019 Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Þriðjudagur, 30. apríl 2019 23:09

 

Picture1

SUMARSUNDSKÓLI ÆGIS, SKRÁNING ER HAFIN :-)

Smellið hér til að fá nánari upplýsingar um námskeiðin.

Smellið hér til að skrá.

 
Bleikjusýning og Krónusund 1. maí 2019 Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Miðvikudagur, 24. apríl 2019 18:24

Þann 1. maí 2019 heldur Sundfélagið Ægir upp á 92 ára afmæli félagsins. 

Það er hefð fyrir því að á afmælisdegi félagsins haldi Bleikjuhópur sundsýningu og síðan verði svokallað Krónusund fyrir eldri hópa.

Krónusund er fjáröflunarsund þar sem synt er í ákveðinn tíma og sundmaður safnar áheitum á hversu marga metra hann nær að synda á þessum tíma. Lágmarks áheit er 1 kr. á hvern syntan metra. Þannig fær sundmaður sem nær að synda 1000 metra á tilskildum tíma 1000 kr. frá hverjum þeim sem heitið hafa 1 krónu á sundið, 2000 kr. hjá þeim sem heitið hafa 2 krónum á sundið. og svo framvegis. Hér er krækja á áheitablað sem sundmenn prenta út og nota til að safna áheitum en nauðsynlegt er að fá undirskrift á slíkt blað frá hverjum þeim sem heitir á viðkomandi sundmann.

Höfrungar og Laxar munu synda í 15 mínútur og Brons-, Silfur- og Gull- hópar í 30 mínútur. Skila verður inn áheitum til þjálfara í síðasta lagi á æfingu þann 30. apríl.

Bleikjusýningin hefst kl. 9:00 og Krónusundið hefst að sýningunni lokinni og verður þetta haldið í Laugardalslaug

Þjálfarar og Foreldrafélag Ægis.

 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Síða 7 af 131
 

WorldClass