Fréttir og Tikynningar :: H20 m. klór
Jólamót Ægis 2018 |
|
|
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson
|
Þriðjudagur, 27. nóvember 2018 21:09 |
******BREYTING******
Jólamót Ægis verður haldið LAUGARDAGINN 15. DESEMBER í Laugardalslaug fyrir þátttakendur allt frá Bleikjum og upp í Garpa. Mótið er tvískipt og hefst með 800 og 1500 metra skriðsundi hjá eldri hópum en síðan er farið í styttri greinar. Dagskrá mótsins er sem hér segir:
Fyrri hluti:
- Upphitun hefst kl. 13:00
- Mót hefst kl. 13:30
- 800 metra skriðsund
- 1500 metra skriðsund
Seinni hluti:
Upphitun hefst kl. 14:00 í innri hluta laugarinnar
- Sundsýning Bleikja 14:30 eða strax að loknum fyrri hluta
- Mót hefst að lokinni sundsýningu:
- 25 metra baksund
- 50 metra baksund
- 25 metra bringusund
- 50 metra bringusund
- 25 metra skriðsund
- 50 metra skriðsund
- 100 metra skriðsund
- 25 metra flugsund
- 50 metra flugsund
- 100 metra fjórsund
- Móti lýkur um kl. 16:00.
Rafræn tímataka og dómgæsla verður á mótinu.
Þetta er stórskemmtilegt innanfélagsmót þar sem flestir sundhópar taka þátt og börn í yngstu hópunum fá að taka þátt í sínu fyrsta sundmóti. Þátttakendur verða úr Bleikjum, Löxum, Höfrungum, Brons, Silfur og Gull hópum. Foreldarar taka þátt í mótshaldinu með því að hjálpa til við tímatöku.
Þjálfarar ræða við sundmenn um þátttöku og greinar og senda skilaboð til foreldra.
|
|
Sunddómaranámskeið |
|
|
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson
|
Þriðjudagur, 20. nóvember 2018 12:57 |
Ágætu foreldrar og forráðamenn sundmanna í Ægi,
Á fimmtudag í þessari viku, þann 22. nóvember verður haldið sunddómaranámskeið í Laugardalslaug.
Námskeiðið hefst kl. 18:00 og því lýkur um kl. 20:00. Ég hvet ykkur til að mæta á námskeiðið og taka fyrsta skrefið í átt að dómararéttindum. Bóklegur hluti námskeiðsins fer fram þessa tvo tíma á fimmtudagskvöld og svo hefst verklegur hluti á Málmtæknimóti Fjölnis sem haldið verður á laugardag fyrir og eftir hádegið. Ef þið komist bara á fimmtudag en ekki um helgina er hægt að færa verklega hlutann á annað sundmót. Það er ómetanlegt fyrir sundfélagið Ægi að hafa á að skipa öflugu fólki á meðal sunddómara.
Vinsamlega skráið ykkur með því að senda upplýsingar um nafn, sundfélag, kennitölu og símanúmer á netfangið
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
.
Bestu kveðjur,
Ingibjörg Ýr Pálmadóttir,
yfirdómari hjá Ægi
|
Ný Gullfiskanámskeið að hefjast 13. nóvember |
|
|
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson
|
Mánudagur, 05. nóvember 2018 20:14 |
Þriðjudaginn 13. nóvember hefjast ný Gullfiskanámskeið í Breiðholtslaug. Námskeiðin eru byrjendanámskeið ætluð börnum frá 4 ára aldri en þau eru jafnframt góður undirbúningur fyrir bæði skólasund og frekari sundþjálfun. Kennt er á þriðjudögum og fimmtudögum í 30 mínútur í senn í alls 10 vikur. Í boði eru 4 hópar skv. timatöflu sem sjá má hér.
Kennarar á námskeiðunum eru þær Jóhanna Hildur Hansen og Rebekka Jaferian en þær eru báðar mjög reyndar sundkonur, og sundþjálfarar.
Skráning fer fram í skráningarkerfi félagsins og hvert námskeið kostar kr. 17.900-. |
Afrekaskrár |
|
|
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson
|
Sunnudagur, 14. október 2018 22:11 |
Nú hafa afrekaskrár verið settar inn og eru þær nú uppfærðar beint af swimrankings.net. Sjáið hlekk hér til vinstri á síðunni. |
Niðurstaða Aðalfundar 2018 |
|
|
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson
|
Fimmtudagur, 03. maí 2018 17:12 |
Aðalfundur Sundfélagsins Ægis var haldinn miðvikudaginn 2. maí 2018.
Helstu niðurstöður fundarins urðu þær að Lilja Ósk Björnsdóttir var endurkjörinn formaður félagsins til tveggja ára og Helgi Þór Þórsson var sjáflkjörinn í stjórn í stað Pálu Þórisdóttur sem lokið hefur starfstíma sínum. Þá var Ólafur Örn Ólafsson var endurkjörinn í stjórnina til tveggja ára og þau Ásgeir Ásgeirsson og Júlía Þorvaldsdóttir sitja áfram en þau eiga eitt ár eftir af kjörtímabili sínu. Stjórnin hefur ekki skipt með sér verkum. Þá var Hólmsteinn Ingi Halldórsson kjörinn skoðunarmaður reikninga og Guðni Einarsson til vara.
Skýrsla stjórnar var kynnt og samþykkt. Reikningar félagsins voru birtir skömmu fyrir fundinn og voru samþykktir með fyrirvara um áritun skoðunarmanns.
Lög félagsins haldast óbreytt næsta árið en stjórninni var falið að endurskoða og endurskrifa lögin í heild sinni á komandi starfsári. Þá var stjórninni falið að setja sér stefnu og starfsreglur í samskiptum við félagsmenn og notkun samfélagsmiðla. Tengt þessu þarf að taka mið af nýjum persónuverndarlögum sem taka gildi 24. maí nk. Þá komu ábendingar um að uppfæra þyrfti heimasíðu félagsins.
Stjórn Sundfélagsins Ægis þakkar Pálu Þórisdóttur sértaklega fyrir öflugt og óeigingjarnt starf í þágu félagsins undanfarin 2 ár.
Fundinn sóttu um 20 manns. Fundarstjóri var Gunnar Valur Sveinsson, fyrrum formaður félagsins og ritari var Júlía Þórvaldsdóttir.
Stjórnin. |
|
|
|
|
Síða 9 af 131 |