banner_11.jpg
 
Fréttir og Tikynningar :: H20 m. klór
JÓLAMÓTI FRESTAÐ! Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Miðvikudagur, 12. desember 2018 21:53

Jólamóti Ægis sem halda átti á laugardag verður frestað af óviðráðanlegum ástæðum. Búnaður í Laugardalslaug sem lyftir botni laugarinnar að hluta gaf sig og er ekki hægt að færa brúna að svo stöddu í 25m stöðu. Byrjað verður að tæma laugina á föstudag og viðgerð hefst vonandi á mánudag að lokinni bilanagreiningu.

Til greina kemur að halda jólamótið laugardaginn 29. desember ef viðgerð verður lokið, en það verður þá staðfest síðar.

Stjórnin.

 
Jólamót Ægis 2018 Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Þriðjudagur, 27. nóvember 2018 21:09

******BREYTING******

Jólamót Ægis verður haldið LAUGARDAGINN 15. DESEMBER í Laugardalslaug fyrir þátttakendur allt frá Bleikjum og upp í Garpa. Mótið er tvískipt og hefst með 800 og 1500 metra skriðsundi hjá eldri hópum en síðan er farið í styttri greinar. Dagskrá mótsins er sem hér segir:

Fyrri hluti: 

  • Upphitun hefst kl. 13:00
  • Mót hefst kl. 13:30 
    • 800 metra skriðsund
    • 1500 metra skriðsund
Seinni hluti:
  • jólasveinnUpphitun hefst kl. 14:00 í innri hluta laugarinnar
  • Sundsýning Bleikja 14:30 eða strax að loknum fyrri hluta
  • Mót hefst að lokinni sundsýningu:
    • 25 metra baksund
    • 50 metra baksund
    • 25 metra bringusund
    • 50 metra bringusund
    • 25 metra skriðsund
    • 50 metra skriðsund
    • 100 metra skriðsund
    • 25 metra flugsund
    • 50 metra flugsund
    • 100 metra fjórsund
  • Móti lýkur um kl. 16:00.
Rafræn tímataka og dómgæsla verður á mótinu.

Þetta er stórskemmtilegt innanfélagsmót þar sem flestir sundhópar taka þátt og börn í yngstu hópunum fá að taka þátt í sínu fyrsta sundmóti. Þátttakendur verða úr Bleikjum, Löxum, Höfrungum, Brons, Silfur og Gull hópum. Foreldarar taka þátt í mótshaldinu með því að hjálpa til við tímatöku. 

Þjálfarar ræða við sundmenn um þátttöku og greinar og senda skilaboð til foreldra. 

 
Sunddómaranámskeið Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Þriðjudagur, 20. nóvember 2018 12:57

Ágætu foreldrar og forráðamenn sundmanna í Ægi, 

Á fimmtudag í þessari viku, þann 22. nóvember verður haldið sunddómaranámskeið í Laugardalslaug. 
Námskeiðið hefst kl. 18:00 og því lýkur um kl.  20:00. Ég hvet ykkur til að mæta á námskeiðið og taka fyrsta skrefið í átt að dómararéttindum. Bóklegur hluti námskeiðsins fer fram þessa tvo tíma á fimmtudagskvöld og svo hefst verklegur hluti á Málmtæknimóti Fjölnis sem haldið verður á laugardag fyrir og eftir hádegið. Ef þið komist bara á fimmtudag en ekki um helgina er hægt að færa verklega hlutann á annað sundmót. Það er ómetanlegt fyrir sundfélagið Ægi að hafa á að skipa öflugu fólki á meðal sunddómara.
Vinsamlega skráið ykkur með því að senda upplýsingar um nafn, sundfélag, kennitölu og símanúmer á netfangið  Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .

Bestu kveðjur, 
Ingibjörg Ýr Pálmadóttir, 
yfirdómari hjá Ægi
 
Ný Gullfiskanámskeið að hefjast 13. nóvember Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Mánudagur, 05. nóvember 2018 20:14

Þriðjudaginn 13. nóvember hefjast ný Gullfiskanámskeið í Breiðholtslaug. Námskeiðin eru byrjendanámskeið ætluð börnum frá 4 ára aldri en þau eru jafnframt góður undirbúningur fyrir bæði skólasund og frekari sundþjálfun. Kennt er á þriðjudögum og fimmtudögum í 30 mínútur í senn í alls 10 vikur. Í boði eru 4 hópar skv. timatöflu sem sjá má hér.


Kennarar á námskeiðunum eru þær Jóhanna Hildur Hansen og Rebekka Jaferian en þær eru báðar mjög reyndar sundkonur, og sundþjálfarar.


Skráning fer fram í skráningarkerfi félagsins og hvert námskeið kostar kr. 17.900-. 

 
Afrekaskrár Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Sunnudagur, 14. október 2018 22:11

Nú hafa afrekaskrár verið settar inn og eru þær nú uppfærðar beint af swimrankings.net. Sjáið hlekk hér til vinstri á síðunni.

 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Síða 10 af 132
 

WorldClass