banner_7.jpg
 
Fréttir og Tikynningar :: H20 m. klór
Helgi Sigurðsson afreksmaður úr Ægi fallinn frá Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Fimmtudagur, 21. mars 2019 08:08

Sundfélagið Ægir minnist Helga Sigurðssonar Ægirings, sem nú er fallinn frá 85 ára að aldri.

Helgi, sem fékk viðurnefnið Sundkóngur Íslands, var á árunum 1952 til 1957 mesti afreksmaður Íslands í sundi, sem jafnframt var eina íþróttagreinin sem hann tók þátt í á ævi sinni. Helgi gekk í Sundfélagið Ægi árið 1947 og byrjaði að keppa fyrir félagið um áramótin 1950.

Nýorðinn 17 ára, 22. mars 1951, setti Helgi sitt fyrsta Íslandsmet af fjölmörgum. Það var í 800 m skriðsundi og sama ár bætti hann metið í 1.000 og 1.500 m skriðsundi.Hann varð margfaldur Íslandsmeistari í skriðsundum á keppnisárum sínum; 1951-1959. Og þá setti hann marga tugi af Íslandsmetum á millivegalengdum í skriðsundi og átti metin í 300, 400, 500, 800, 1.000 og 1.500 m skriðsundi á sama tíma. Árið 1955 setti hann alls 10 Íslandsmet og fékk fyrir það afreksmerki ÍSÍ úr gulli. Árið 1955 vakti Helgi athygli á Norðurlandamótinu í Ósló í Noregi, er hann komst á verðlaunapall. Varð í þriðja sæti í 1.500 m skriðsundi. Helgi var þá kominn í hóp bestu skriðsundsmanna Evrópu.

Helgi Sigurðsson er sá sundmaður sem oftast hefur fagnað sigri í keppni í Íslendingasundinu, hampað Sundbikar Íslands og hlaut sæmdarheitið "Sundkóngur Íslands" fimm sinnum; 1952, 1953, 1954, 1956 og 1957. Keppt var í 500 m sundi í sjó, frjáls aðferð. Jónas Halldórsson varð Sundkóngur 4 sinnum, Erlingur Pálsson og Jón Ingi Guðmundsson, þrisvar hvor.

Stjórn Ægis þakkar afkomendum Helga fyrir þessa samantekt.

 
Aðalfundur Sundfélagsins Ægis 2019 Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Mánudagur, 18. mars 2019 19:57

Aðalfundur Sundfélagsins Ægis v/starfsársins 2018 verður haldinn miðvikudaginn 27. mars nk. kl. 20:00 á efri hæð Laugardalslaugar. 

Dagskrá aðalfundar er sem hér segir:
   1. Setning
   2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
   3. Skýrsla stjórnar um liðið starfsár.
   4. Reikningar félagsins lagðir fram.
   5. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga. Reikningar bornir upp. 
   6. Lagabreytingar (tillögur berist minnst viku fyrir aðalfund)
   7. Ákvörðun um árgjald
   8. Kosningar:
       a) Kosning formanns til tveggja ára, ef sitjandi formaður er að ljúka starfstíma sínum.
       b) Kosning stjórnarmanna í laus stjórnarsæti til tveggja ára.
       c) Kosning endurskoðanda og eins til vara
       d) Kosning eins fulltrúa til tveggja ára í SRR
   9. Staðfesting á tilnefningum í foreldraráð.
 10. Önnur mál.


Kosið er til formanns á fundinum og í laus stjórnarsæti. Framboð til formanns og stjórnar skal tilkynna fyrir fundinn á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. , eða á fundinum sjálfum undir viðkomandi lið.

Lög og markmið Ægis má finna á heimasíðu félagsins. Tillögur um breytingar á lögum skulu berast formanni á  Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.  minnst þremur dögum fyrir fundinn.

Auk sundþjálfunar byggir starfsemi Ægis alfarið á vinnuframlagi foreldra og velunnara þess. Þar með talið eru stjórnarstörf, tæknistörf, dómgæslu og vinnu í foreldraráði.

  • Vinna í foreldraráði felur m.a. í sér fararstjórn í æfingaferðum, umsjá fatamála og fjáröflunar og að halda utan um félagsstarf sundhópa. Leitað er að tveimur einstaklingum fyrir hvern sundhóp félagsins til að taka að sér störf í foreldraráði. 
  • Árlega eru auglýst dómaranámskeið sem gefa réttindi til dómgæslu á sundmótum. Foreldrar eru hvattir til að sækja þau og í framhaldinu að dæma fyrir félagið. 

Foreldrar og aðrir þeir sem vilja gefa kost á sér í fyrrgreind störf vinsamlegast sendið tölvupóst á  Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .

Stjórnin.

 
Uppskeruhátið fyrir árið 2018 Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Sunnudagur, 13. janúar 2019 21:35

Uppskeruhátíð Sundfélagsins Ægis fyrir árið 2018 verður haldin laugardaginn 19. janúar í Laugalækjarskóla.

Hátíðin hefst kl. 11:00 og henni líkur um kl. 13:00. Hátíðin er fyrir sundmenn félagsins og aðstandendur þeirra, allt frá Bleikjum og upp í Gullhóp.


Dagskráin verður með hefðbundnu sniði:

1. Farið yfir helstu atburði ársins 2018.
2. Aldursflokkaviðurkenningar veittar sundmönnum fyrir árið 2018. ~
3. Viðurkenningar veittar til sundmanna frá þjálfurum.
4. Guðrúnarbikararinn afhentur skv. reglugerð.
5. Ægisskjöldurinn afhentur skv. reglugerð.

 

Ath. Til að hljóta viðurkenningu þarf sundmaður að hafa verið skráður í Sundfélagið Ægi í lok árs 2018.

 

Að venju óskum við eftir stuðningi frá foreldrum til að koma með veitingar á sameiginlegt hlaðborð. Ægir leggur til kaffi og aðra drykki. Við vonumst til að sjá sem flesta sundmenn og velunnara Ægis á hátíðinni.

Stjórnin.

 
JÓLAMÓTI FRESTAÐ! Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Miðvikudagur, 12. desember 2018 21:53

Jólamóti Ægis sem halda átti á laugardag verður frestað af óviðráðanlegum ástæðum. Búnaður í Laugardalslaug sem lyftir botni laugarinnar að hluta gaf sig og er ekki hægt að færa brúna að svo stöddu í 25m stöðu. Byrjað verður að tæma laugina á föstudag og viðgerð hefst vonandi á mánudag að lokinni bilanagreiningu.

Til greina kemur að halda jólamótið laugardaginn 29. desember ef viðgerð verður lokið, en það verður þá staðfest síðar.

Stjórnin.

 
Jólamót Ægis 2018 Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Þriðjudagur, 27. nóvember 2018 21:09

******BREYTING******

Jólamót Ægis verður haldið LAUGARDAGINN 15. DESEMBER í Laugardalslaug fyrir þátttakendur allt frá Bleikjum og upp í Garpa. Mótið er tvískipt og hefst með 800 og 1500 metra skriðsundi hjá eldri hópum en síðan er farið í styttri greinar. Dagskrá mótsins er sem hér segir:

Fyrri hluti: 

  • Upphitun hefst kl. 13:00
  • Mót hefst kl. 13:30 
    • 800 metra skriðsund
    • 1500 metra skriðsund
Seinni hluti:
  • jólasveinnUpphitun hefst kl. 14:00 í innri hluta laugarinnar
  • Sundsýning Bleikja 14:30 eða strax að loknum fyrri hluta
  • Mót hefst að lokinni sundsýningu:
    • 25 metra baksund
    • 50 metra baksund
    • 25 metra bringusund
    • 50 metra bringusund
    • 25 metra skriðsund
    • 50 metra skriðsund
    • 100 metra skriðsund
    • 25 metra flugsund
    • 50 metra flugsund
    • 100 metra fjórsund
  • Móti lýkur um kl. 16:00.
Rafræn tímataka og dómgæsla verður á mótinu.

Þetta er stórskemmtilegt innanfélagsmót þar sem flestir sundhópar taka þátt og börn í yngstu hópunum fá að taka þátt í sínu fyrsta sundmóti. Þátttakendur verða úr Bleikjum, Löxum, Höfrungum, Brons, Silfur og Gull hópum. Foreldarar taka þátt í mótshaldinu með því að hjálpa til við tímatöku. 

Þjálfarar ræða við sundmenn um þátttöku og greinar og senda skilaboð til foreldra. 

 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Síða 10 af 133
 

Á döfinni:

WorldClass