banner_1.jpg
 
Fréttir og Tikynningar :: H20 m. klór
Bleikjusýning og Krónusund, 1. maí. Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Laugardagur, 21. apríl 2018 22:19

Þann 1. maí 2018 heldur Sundfélagið Ægir upp á 91 árs afmæli félagsins. 

Það er hefð fyrir því að á afmælisdegi félagsins sé haldin sundsýning yngstu hópa eða Bleikjuhhópa og svokallað Krónusund eldri hópa. Krónusund er fjáröflunarsund þar sem synt er í ákveðinn tíma og sundmaður safnar áheitum á hversu marga metra hann nær að synda á þessum tíma. Lágmarks áheit er 1 kr. á hvern syntan metra. Þannig fær sundmaður sem nær að synda 1000 metra á tilskildum tíma 1000 kr. frá hverjum þeim sem heitið hafa 1 krónu á sundið, 2000 kr. hjá þeim sem heitið hafa 2 krónum á sundið. og svo framvegis. Hér er krækja á áheitablað sem sundmenn prenta út og nota til að safna áheitum en nauðsynlegt er að fá undirskrift á slíkt blað frá hverjum þeim sem heitir á viðkomandi sundmann.

Höfrungar og Laxar munu synda í 15 mínútur og Brons-, Silfur- og Gull- hópar í 30 mínútur. Skila verður inn áheitum til þjálfara í síðasta lagi á æfingu þann 28. apríl.

Bleikjusýningin hefst kl. 9:00 og Krónusundið hefst að sýningunni lokinni og verður þetta haldið í Laugardalslaug. 

Þjálfarar og Foreldrafélag Ægis.

 
Aðalfundur Sundfélagsins Ægis 2018 Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Laugardagur, 21. apríl 2018 22:04

Aðalfundur Sundfélagsins Ægis verður haldinn þriðjudaginn 2. maí nk. kl. 18:30 á efri hæð Laugardalslaugar. 

Dagskrá aðalfundar er sem hér segir:
   1. Setning
   2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
   3. Skýrsla stjórnar um liðið starfsár.
   4. Reikningar félagsins lagðir fram.
   5. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga. Reikningar bornir upp. 
   6. Lagabreytingar (tillögur berist minnst viku fyrir aðalfund)
   7. Ákvörðun um árgjald
   8. Kosningar:
       a) Kosning formanns til tveggja ára, ef sitjandi formaður er að ljúka starfstíma sínum.
       b) Kosning stjórnarmanna í laus stjórnarsæti til tveggja ára.
       c) Kosning endurskoðanda og eins til vara
       d) Kosning eins fulltrúa til tveggja ára í SRR
   9. Staðfesting á tilnefningum í foreldraráð.
 10. Önnur mál.

 

Í ár verður kosið til formanns og um tvö stjórnarsæti. Framboð til formanns og stjórnar skal tilkynna fyrir fundinn á  Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .


Lög og markmið Ægis má finna á heimasíðu félagsins. Tillögur um breytingar á lögum skulu berast formanni á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . minnst þremur dögum fyrir fundinn.


Auk sundþjálfunar byggir starfsemi Ægis alfarið á vinnuframlagi foreldra og velunnara þess. Auk stjórnarstarfa er um að ræða tæknistörf, dómgæslu og vinnu í foreldraráði.

  • Vinna í foreldraráði felur m.a. í sér fararstjórn í æfingaferðum, umsjá fjáröflunar og að halda utan um félagsstarf sundhópa. Leitað er að tveimur einstaklingum fyrir hvern sundhóp félagsins til að taka að sér störf í foreldraráði. 
  • Árlega eru auglýst dómaranámskeið sem gefa réttindi til dómgæslu á sundmótum. Foreldrar eru hvattir til að sækja þau og í framhaldinu að dæma fyrir félagið. 


Foreldrar og aðrir þeir sem vilja gefa kost á sér í fyrrgreind störf vinsamlegast sendið tölvupóst á  Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Stjórnin.

 
Við minnum á uppskeruhátíðina á laugardag Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Miðvikudagur, 11. apríl 2018 16:39

Uppskeruhátíð Sundfélagsins Ægis fyrir árið 2017 verður haldin laugardaginn 14. apríl í Laugalækjarskóla.

Hátíðin hefst kl. 12:30 og henni líkur um kl. 14:30. Hátíðin er fyrir sundmenn félagsins og aðstandendur þeirra, allt frá Bleikjum og upp í Gullhóp.

 

Að venju óskum við eftir stuðningi frá foreldrum til að koma með veitingar á sameiginlegt hlaðborð. Ægir leggur til kaffi og aðra drykki.

 

Stjórnin.

 
Skráningar sundmanna á vormisseri 2018 Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Mánudagur, 29. janúar 2018 20:22

Við viljum beina þeim tilmælum til foreldra og forráðamanna sem ekki hafa skráð börn sín að ljúka skráningu fyrir vormisseri án tafar og í síðasta lagi fyrir lok janúar. Við minnum á að í skráningarkerfinu er hægt að nýta frístundastyrk sveitafélaga og skipta greiðslum ef þess er óskað.

Stjórnin.

 
Dómara vantar á Reykjavíkurmeistaramót Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Fimmtudagur, 11. janúar 2018 21:12
Kæru dómarar 
 
Sundráð Reykjavíkur óskar eftir liðsinni dómara á daga 12. og 13. janúar næstkomandi. Þeir sem hafa tök á að liðsinna okkur 
 
Sjá tímasetningu hér fyrir neðan.
 
Föstudagur:           1.hluti         upphitun kl 16:00 -  keppni 17:00  Mæting dómara  kl 16:30
Laugardagur:         2.hluti         upphitun  kl 08:10 - keppni 09:15  Mæting dómara  Kl 08:45
Laugardagur:         3.hluti         upphitun  kl 15:00 - keppni 16:00  Mæting dómara kl 15:30

 
«FyrstaFyrri11121314151617181920NæstaSíðasta»

Síða 12 af 133
 

Á döfinni:

WorldClass