Gullfiskar - viðbótarnámskeið 14. apríl. Prentvæn útgáfa
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Miðvikudagur, 11. mars 2020 22:32

Uppfært: Nú er búið að opna fyrir skráningar á 8 vikna viðbótarnámskeið Gullfiska. Hægt er að skrá á skráningarvef félagsins hér.

Ægir mun bæta við 8 vikna Gullfiskanámskeiði frá 14. apríl til 9. júní. Skráning ætti að geta hafist nú í vikunni. Boðið verður upp á 3 hópa á sem verða sem fyrr á þriðjudögum og fimmtudögum, 30 mínútur í senn og hefjast kl. 16:30, 17:05 og 17:40. Frí verður á sumardaginn fyrsta 21. apríl og uppstigningardag 19. maí. Námskeiðin munu kosta kr. 16.900,- og skráning mun hefjast í vikunni. Ath. aðeins verða skráðir 12 krakkar í hvern hóp. Námskeiðin eru fyrir krakka frá 4. ára aldri og eru tilvalin fyrir krakka sem vilja byggja grunn fyrir skólasund. Það verða þau Símon Geir Þorsteinsson og Hjördís Freyja Kjartansdóttir sem verða áfram með námskeiðin.