Aðalfundur Sundfélagsins Ægis 2021 |
![]() |
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson |
Þriðjudagur, 01. júní 2021 23:21 |
Aðalfundur Sundfélagsins Ægis fyrir starfsárið 2020 verður haldinn miðvikudaginn 9. júní kl. 18:00 á efri hæð Laugardalslaugar.
Á fundinum verður kosið um laus stjórnarsæti. Þá er formaður félagsins kosinn sérstaklega. Framboð til formanns og stjórnar má tilkynna fyrir fundinn á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. , eða með því að gefa sig fram undir viðkomandi lið á fundinum. Lög og markmið Ægis má finna á heimasíðu félagsins. Tillögur um breytingar á lögum skulu berast formanni á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. minnst þremur dögum fyrir fundinn. Auk sundþjálfunar byggir starfsemi Ægis alfarið á vinnuframlagi foreldra og velunnara þess. Þar með talið eru stjórnarstörf, tæknistörf, dómgæsla og vinna í foreldraráði.
Foreldrar og aðrir sem vilja upplýsingar um eða gefa kost á sér í fyrrgreind störf vinsamlegast sendið tölvupóst á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . Einnig er tekið við ábendingum á fundinum. Allir velunnarar Ægis eru velkomnir á aðalfundinn. Allir félagsmenn í Sundfélaginu Ægi hafa atkvæðisrétt á aðalfundi. Félagsmenn teljast þeir sem greitt hafa árgjald eða æfingagjöld til félagsins eða forsvarsmenn sundmanna sem greitt hafa æfingagjöld til félagsins. Við vonumst til þess að sjá sem flesta félagsmenn á fundinum. Stjórnin. |