VERTU ÓSTÖÐVANDI Prentvæn útgáfa
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Fimmtudagur, 20. október 2016 07:01

Hugarþjálfunar námskeið fyrir ungt íþróttafólk sem stefnir hátt mun hefjast 2.nóvember. 

Vertu Óstöðvandi er 4ra vikna námskeið sem verður haldið að þessu sinni sérstaklega fyrir Ægiringa 12 til 17 ára í Laugardalslaug á efri hæðinni kl. 16 á miðvikudögum. Bjarni Fritz hannaði námskeiðið og mun kenna það sjálfur. Vertu Óstöðvandi hefur verið hugarfóstur Bjarna í mörg ár og snýr í grunninn að því að styrkja sálrænan hluta íþróttafólks og kynna fyrir þeim hvað það er sem sker á milli íþróttafólks á hæsta stigi og allra hinna. Bjarni Fritz er fyrrum landsliðs- og atvinnumaður í handknattleik og rekur sjálfstyrkingarfyrirtækið Út fyrir kassann. Áhersla verður lögð á kennslu í gegnum fyrirlestra, drug verkefnavinnu, health skemmtileg heimaverkefni, upplifun og fjörefli. Markmið Bjarna með námskeiðinu er að hjálpa íþróttafólkinu að efla sig á sálræna hluta íþróttarinnar, sem skiptir svo miklu máli.

Berjast í gegnum mótlætið.

Frekari upplýsingar um námskeiðið er að finna á facebook síðu verkefnisins.

Fá sæti í boði á hvert námskeið. Hvert skipti er 1 klst og 45 mín. Námskeiðsgjald er kr. 19.900 (afsláttarverð fullt verð er kr. 24.900). Opið er fyrir skráningar í skráningarkerfi Ægis til 30. nóvember. Boðið er uppá að skipta greiðslunni í tvennt. Fyrirspurnum er svarað á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

EKKI LÁTA ÞETTA FRAM HJÁ YKKUR FARA