AMÍ 2019 - upplýsingar Prentvæn útgáfa
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Mánudagur, 10. júní 2019 11:26

AMÍ 2019

Síðast uppfært 11/6.

Aldursflokkameistaramót Íslands í sundi 2019 (AMÍ) verður haldið í Vatnaveröld í Reykjanesbæ dagana 21-23. júní. Gist verður að þessu sinni í Myllubakkaskóla sem er í um 10 mín göngufæri við sundlaugina. Matur verður einnig framreiddur í Myllubakkaskóla. Lokahóf á sunnudagskvöldið fer fram í Stapanum. Aðrar almennar upplýsingar um mótið má finna hér.

 

Ægir verður með 21 sundmann á mótinu sem náð hafa lágmörkum til keppni og mun hópurinn vera saman allan tímann og gista í Myllubakkaskóla. Eins og staðan er núna er reiknað með að við sameinumst um að koma krökkunum suður eftir á einkabílum á fimmtudeginum 20 júní. Þetta verður staðfest síðar í vikunni. Gummi og Styrmir standa þjálfaravaktina á mótinu.

 

AMÍ er stærsta og skemmtilegasta mót ársins fyrir yngri sundmenn og markar lok sundársins. Keppt er í aldursflokkum frá upp að 17 ára aldri og félög koma allstaðar að af landinu til að taka þátt. 

 

Kostnaður við þátttöku er kr. 25.000,- og skiptist þannig að 23.000,- greiðist til ÍRB fyrir gistingu, mat, lokahóf og AMÍ bol. Við reiknum síðan kr. 2.000,- í bakkamat en nauðsynlegt er að krakkarnir hafi nóg að bíta og brenna á milli greina á bakkanum. Gjaldið verður að greiða fyrir 20. júní og skal leggja upphæðina inn á reikning félagsins: Reikningur: 0115-26-8888, kennitala: 420369-4929 og setja skal nafn sundmanns og AMÍ í skýringu.

 

Við biðlum til foreldra að gefa kost á sér í fararstjórn á mótinu en helginni verður skipt upp í dag- og næturvaktir. Fyrsta vakt er frá fimmtudagskvöldi til föstudagsmorguns og svo koll af kolli til sunnudagskvölds. Mikilvægt er að fá farastjóra af báðum kynjum á hverja vakt.

 

Stofnuð hefur verið facebook síða fyrir samskipti í tengslum við mótið og má finna hana hér. Einnig verður haldið úti fréttum hér á þessari síðu í aðdraganda þess. Hjálpumst að við að gera þetta að skemmtilegri upplifun fyrir þessa frábæru krakka.

 

Stjórn og þjálfarar.