Krónusund og Bleikjusýning Sundfélagsins Ægis 1.maí kl.11. Prentvæn útgáfa
Skrifað af: Ingigerður   
Laugardagur, 27. apríl 2024 08:02
Sundfélagið Ægir á afmæli þann 1.maí.

Á afmæli Ægis er hefð fyrir því að halda Krónusund. Krónusund er fjáröflun fyrir sundfólkið okkar og komandi verkefni þeirra. En framundan eru ýmis verkefni eins og æfingabúðir fyrir brons og silfur innanlands, AMÍ í Reykjanesbæ, og svo í sumar æfingabúðir erlendis fyrir elstu hópana.
Krónusundið fer þannig fram að þeir sem taka þátt safna áheitum pr hvern meter sem þau synda. Sem dæmi þá synda elstu hóparnir, gull, silfur og brons í 30 mínútur. Ef einhver heitir á sundmann 1 kr. á meter, og sundmaðurinn syndir td. 1.700 metra, þá þýðir það 1.700kr. í styrk. Fyrir 2 krónur á metra eru það 3.400kr osfrv.
Í krónusundinu synda Laxar og Höfrunar í 15 mínútur og Gull, Silfur og Brons hópar synda í 30 mínútur.
Einnig munu Bleikjuhópar félagsins sýna okkur hvað þau hafa lært í vetur og synda nokkrar ferðir með aðstoð eldri sundmanna. Laugardalslaug kl.11 þann 1.maí.
Veitingasala og sala á fatnaði fer fram í sjoppunni á annarri hæð laugarinnar.
Við hvetjum alla til að koma í laugardalslaug 1. maí kl 11:00, sjá starfið hjá sundfólkinu okkar og styðja við þau.