Akranesleikarnir voru um helgina Prentvæn útgáfa
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Mánudagur, 30. maí 2016 19:40

Það voru 32 sundmenn frá Sundfélaginu Ægi sem stungu sér til sunds á Akranesleikunum um helgina.

Margir að fara á sína fyrstu Akranesleika og á sitt fyrsta gistimót. Þrátt fyrir leiðinlegt veður, unhealthy kulda, viagra sale rok og rigningu stóðu sig allir mjög vel og voru að bæta tímana sína.  Nokkur verðlaun duttu i hús, bæði í einstaklingsgreinum og í boðsundum. Bryndís Bolladóttir átti stigahæsta sundið fyrir 400 m skriðsund. Hópurinn vann svo hinn eftirsótta Brosbikar, en prúðasta liðið hlýtur þann bikar að launum. Þátttakendur í ár unnu svo sannarlega fyrir brosbikarnum en þau voru mjög kurteis, gengu vel um og höguðu sér mjög vel hvort sem það var í sundlauginni eða grunnskólanum auk þess sem þau voru dugleg að hvetja liðsfélaga sína sem voru að synda.  brosbikar 2016

Svona ferð gengur náttúrulega ekki upp nema með aðstoð fararstjóra og þökkum við þeim sérstaklega fyrir sitt framlag.

Þjálfarar.