Skráning hafin fyrir haustmisseri 2018 Prentvæn útgáfa
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Föstudagur, 27. júlí 2018 15:06

Kæru sundmenn og forráðamenn. Nú er skráning í sundhópa hafin fyrir haustmisseri 2018. Eins og áður þá fara skráningar fram í rafrænu skráningarkerfi Sundfélagsins Ægis (Nóra). Hægt er að greiða með greiðslukorti eða skipta greiðslum í allt að 3-5 hluta (eftir hópum) með því að fá senda greiðsluseðla í heimabanka. Hefjið skráningu með því að smella hér eða á krækjuna vinstra megin á síðunni.

Það er afar mikilvægt að skrá sundmenn sem fyrst til að hægt sé að staðfesta æfingtöflu hópanna en fyrstu drög að henni má finna hér eða á síðunni til vinstri. Vakin er athygli á því að æfingataflan getur breyst næstu vikur á meðan allir hópar eru að komast í gang.


Æfingar Gull- og Silfurhópa hefjast 1. ágúst. Aðrir hópar hefja æfingar sem hér segir:


Bronshópur 13. ágúst,

Höfrungar og Laxar, 20. ágúst,

Bleikjur og Gulfiskar 1. september.


Mikilvægt er að fylgjast með fréttum hér á heimasíðu félagsins og frá þjálfurum á facebook síðum hópanna (Gull, Silfur, Brons).

Stjórnin.