Sundæfingar í samkomubanni Prentvæn útgáfa
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Sunnudagur, 15. mars 2020 17:32

Nýjar upplýsingar: Allar sundlaugar í Reykjavík verða lokaðar á morgun vegna skipulagsvinnu. Það falla því allar æfingar hjá Sundfélaginu Ægi niður á morgun, mánudaginn 16. mars. Vinsamlegast fylgist með upplýsingum hér á síðunni og á facebook hópum.

Vegna samkomubanns sem nú er að skella á og takmarkana því tengdu þá geta sundæfingar hjá Ægi raskast. Þegar þetta er skrifað hafa ekki komið skýr tilmæli frá ÍTR/ÍBR um tilhögun í sundlaugum borgarinnar en þeirra er að vænta á morgun mánudag. Í Breiðholtslaug eru litlir hópar og langt undir 20 krakkar á sama tíma og því gerum við ekki ráð fyrir að sundæfingar falli niður í Gullfiskum, Bleikjum og Höfrungum í Breiðholti en fyrirkomulag mun hugsanlega eitthvað breytast. Sama ætti að gilda um Laxa og Höfrunga í Laugardal. Við biðjum foreldra og forráðamenn að fylgjast vel með tilkynningum hér á síðunni og á facebook síðum hópanna á morgun.

Stjórnin.