Gullfiskanámskeið frestast um viku Prentvæn útgáfa
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Sunnudagur, 06. september 2020 15:04

Vegna viðgerða á innilaug Breiðholtslaugar sem átti að ljúka í síðasta mánuði þá erum við nauðbeygð til að fresta Gullfiskanámskeiði sem á að hefjast á þriðjudag um eina viku. Námskeiðið lengist þá um eina viku í staðinn. Staðan verður tekin aftur í lok vikunnar með framhaldið. Vinsamlegast fylgist með skilaboðum hér á síðunni og á facebook síðum félagsins.

Á meðan á þessu stendur þá verða Bleikjur áfram úti í barnalauginni.

Frekari upplýsingar má fá á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .

Stjórn og þjálfarar.